Fréttir og pistlar
Staðsetning: Askja hús Háskóla Íslands, fyrirlestrasalur N-132, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík
Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.
Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af: Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
DAGSKRÁ:
13:00 – 13:10 Ráðstefna sett: Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður Fagráðs í öldrunarhjúkrun
13:10 – 13:50 Staffing and Quality - A review of the Evidence: Christine Mueller, prófessor við Háskólann í Minnesota
13:50 – 14:30 Staffing and Quality - Measuring Quality Christine Mueller, prófessor
14:30 – 15:00 Kaffihlé
15:00 – 15:20 Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands sem kaupanda að þjónustu á hjúkrunarheimilum: Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri greiningardeildarhjá Sjúkratryggingum Íslands
15:20 – 15:40 Mat á gæðum á hjúkrunarheimilum, framtíðarsýn Embættis Landlæknis: Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða Embætti landlæknis
15:40 – 16:00 Mönnun í tengslum við þarfið þeirra sem njóta þjónustu á hjúkrunarheimilum: Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
16:00 – 16:30 Pallborð um gæði og mönnun
Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið
Stjórn Öldrunarráðs Íslands
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra tillögum sínum um þau atriði sem nefndin telur að ráðherra skuli setja í forgang við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum aldraðra á næstu árum.
Samstarfsnefnd um málefni aldraðra er fimm manna lögbundin nefnd, skipuð af félags- og húsnæðismálaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka sem starfa að málefnum aldraðra.
Samstarfsnefndin hefur unnið að mótun meðfylgjandi tillagna í rúmt ár og eru þær kærkominn leiðarvísir um mikilvæg verkefni, áherslur og úrbætur í málefnum aldraðra til næstu ára, sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún tók við stefnuskjalinu úr hendi Elínar Jóhannsdóttur, formanni nefndarinnar, í dag.
Í tillögum samstarfsnefndarinnar er áhersla lögð á einföldun almannatryggingakerfisins þar sem réttindi aldraðra verði betur skilgreind. Einnig er fjallað um rétt aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfræðis, hvort sem um er að ræða búsetu á eigin heimili eða á öldrunarheimili. Þá skuli öldruðum gert kleift að aðlaga sig breyttum aðstæðum og nýta sér úrræði/lausnir sem auka sjálfsbjargarmöguleika þeirra. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að sett verði gæðaviðmið á öllum sviðum þjónustu við aldraða, ásamt því að auka upplýsingagjöf og eftirlit með gæðum þjónustunnar.
Tillögur samstarfsnefndarinnar eru settar fram í ellefu liðum og snúa að;
-
einföldun almannatryggingakerfisins,
-
heilsueflingu og aukinni virkni aldraðra,
-
rétti aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfræðis,
-
mikilvægi nýsköpunar og tækni í þjónustu við aldraða,
-
setningu gæðaviðmiða fyrir þjónustu við aldraða,
-
eftirliti með gæðum þjónustu við aldraða,
-
stöðugleika og aukinni hæfni starfsfólks í öldrunarþjónustu,
-
stefnu og úrbótum í málefnum aldraðra með heilabilun,
-
stofnun upplýsingavefs um öldrun og aldraða,
-
réttindagæslu aldraðra,
-
umfjöllun um óljós ábyrgðarsvið þjónustuaðila, „grá svæði“ í þjónustu við aldraða og áherslu á notendasamráð.
Myndatexti: Á meðfylgjandi mynd eru, auk Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Elín Jóhannsdóttir, formaður samstarfsnefndarinnar, og nefndarmennirnir Guðmundur Einarsson, Haukur Ingibergsson og Anna Birna Jensdóttir, ásamt Klöru Baldursdóttur Briem og Guðrúnu Björk Reykdal, sérfræðingum í velferðarráðuneytinu, sem starfað hafa með nefndinni.
Stjórnina skipa:
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður
frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga
Droplaugarstaðir hjúkrunarheimili, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík
Vinnusími: 414-9502
Gsm: 824-5944
Aríel Pétursson, varaformaður
frá Sjómannadagsráði
Gsm:
Hróðný Lund, ritari
frá sveitarfélagi Norðurþings
Stjórnsýsluhús Ketilsbraut
640 Húsavík
Vinnusími: 464 6100
Birna Sif Atladóttir, stjórnarmaður
frá Grundarheimilunum, Ás hjúkrunarheimil
Vinnusími: 480-2014
Valgerður Freyja Ásgeirsdóttir, gjaldkeri
frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, 105 Reykjavík
valgerdur.freyja.agustsdottir@samband.is
Vinnusími: 515 4900
Þórhildur Guðrún Egilsdóttir, stjórnarmaður
frá Reykjavíkurborg,
Velferðarsvið
Vinnusími: 411 9042
Margrét Árdís Ósvaldsdóttir, stjórnarmaður
frá FSÍÖ
Vinnusími: 531-4000
Helgi Pétursson, meðstjórnandi
frá Landsambandi eldri borgara, Sigtúni 42, 105 Reykjavík
GSM: 898-7288
Andrea Laufey Jónsdóttir er starfsmaður Öldrunarráðs
Snorrabraut 58, 105 Reykjavík
Vinnusími 414 9507
Sími: 414 9500
Öldrunarráð Íslands
Snorrabraut 58, 105 Reykjavík
Sími 414 9500
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
Fréttir og pistlar
Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.
Viðurkenningar Öldrunarráðs
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.
Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.