Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitir árlega styrki úr rannsóknarsjóði Öldrunarráðs til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála. Að þessu sinni veitti stjórn ráðsins Sonju Stelly Gústafsdóttur 300.000 króna styrk en hún er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.

Í verkefni sínu kannar hún áhrif einstaklingsþátta og umhverfis á þátttöku í heilsueflingu, viðhorf og reynslu 65 ára og eldri sem búa í heimahúsi á norðanverðu Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að fá upplýsingar um heilsulæsi eldra fólks en engar rannsóknir eru til um stöðu heilsulæsis á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að heilsulæsi minnkar með hækkandi aldri en þekkingu vantar á því hver staðan er á Íslandi. Rannsóknin mun því geta gefið mikilvægar upplýsingar um þætti sem vitað er að hafi áhrif á heilsu eldra fólks.

Myndin er tekin við afhendingu styrksins þann 20. janúar síðastliðinn. Á myndinni eru hluti stjórnar Öldrunarráðs Íslands og Sonja Stelly Gústafsdóttir.

Frá hægri: Tryggvi Þórhallsson (stjórnarmaður), Sigurður Sigfússon (varaformaður), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (stjórnarmaður), Jórunn Frímannsdóttir (formaður) Sonja Stelly (styrkþegi), Anný Lára Emilsdóttir (stjórnarmaður), Andrea Laufey Jónsdóttir (starfsmaður stjórnar) og Janus Guðlaugsson (stjórnarmaður).

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum 

Úr 5. gr. skipulagsskrár  Rannsóknasjóðsins:  Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður

Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2019 og skulu umsóknir sendar rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða til Öldrunarráðs Íslands, Snorrabraut 58, 105 Reykjavík.

Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Alls bárust 5 umsóknir um styrk úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands.  Farið var yfir umsóknir og samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk, hverri að upphæð kr.200 þús., samtals kr.600 þús.

 

  • Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi í Hagnýtri siðfræði við H.Í., vegna verkefnisins „Gildi samhygðar í hjúkrun með tengingu við mannlega reisn – ný nálgun að því hvernig hægt er að nota samhygð til að tryggja gæði meðferðarsamskipta milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, með áherslu á umönnun einstaklinga með heilabilun“.

Arnrún Halla

  • Steinunn A. Ólafsdóttir, doktorsnemi á Heilbrigðisvísindasviði H.Í., vegna verkefnisins „Könnun á færni og líðan einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og búa í heimahúsum, um þjónustu sem þeir fá og áhugahvöt til hreyfingar“.

Steinunn

  • Vala Valsdóttir, doktorsnemi í taugasálfræði, vegna verkefnisins „Hugræn öldrun meðal aldraðra á Íslandi“.

003

Hér tekur Vala Valsdóttir á móti styrknum, þann 9. nóvember. Með á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs og Brynja Björk Magnúsdóttir leiðbeinandi hennar.

Áhugaverð og þörf rannsóknarverkefni á sviði öldrunarmála hlutu styrk Öldrunarráðs í dag

Á meðfylgjandi mynd eru styrkþegar frá vinstri: Gísli Jafetsson, Ingibjörg H. Harðardóttir, Sólveig H Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinbjörnsdóttir og María K. Jónsdóttir með Pétri Magnússyni, formanni ÖÍ.Stjórn Öldrunarráðs Íslands (ÖÍ) veitti í dag, þriðjudag, fjóra styrki til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála sem unnin verða á næstunni. Öldrunarráð veitir árlega styrki sem næst afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnssonar, stofnanda dvalarheimilisins Grundar, en Gísli var jafnframt aðalhvatamaður að stofnun styrktarsjóðsins.

María K. Jónsdóttir, Ph.D., klínískur taugasálfræðingur við sálfræðiþjónustu geðsviðs LSH á Landakoti og dósent í sálfræði við Háskólann í Reykjavík, hlaut styrk til að vinna áfram að þýðingu og staðfærslu hugbúnaðarins Addenbrooke Cognitive Examination (ACE) fyrir iPad spjaldtölvur. Um er að ræða skimunarpróf fyrir hugræna getu sem einkum er notað á þá sem eru 50 ára og eldri og leita læknis vegna minnisvandkvæða. Nánari upplýsingar veitir María í síma 554 1051, netföng: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ingibjörg H. Harðardóttir, sálfræðingur og lektor í þroskasálfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, hlaut styrk vegna verkefnis þar sem markmiðið verður að leita svara við því hvernig hægt sé að stuðla að farsælli öldrun í starfi með öldruðum. Megináhersla verður lögð á að draga fram það sem hefur gefist vel til að stuðla að þekkingarsköpun í ljósi reynslunnar. Leitað verður til starfsfólks stofnana er veita öldruðum þjónustu og athyglinni beint að því sem gefist hefur vel. Nánari upplýsingar veitir Ingibjörg í síma 847 9898, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri FEB - Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, og Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður FEB, tóku við styrk f.h. FEB til að endurtaka könnun sem gerð var 2005 til að komast að því hvert framlag eldri borgara væri til samfélagsins, einkum það sem ekki er sýnilegt. Niðurstöðurnar þá sýndu að framlag þeirra er mikið og dýrmætt þótt það verði oft hvorki metið til fjár né sé það alltaf sýnilegt. Nú er ætlunin að greina hver þróunin hefur orðið sl. 10 ár, t.d. á skoðunum almennings á því hvert mikilvægi eldri borgara sé í hinu kröfuharða og hraða samfélagi samtímans. Nánari upplýsingar veitir Gísli í síma 588 2111, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sólveig Hrönn Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, hlaut styrk til rannsóknar á hegðunarvanda á hjúkrunarheimilum, tíðni þeirra og tengslum við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra. Markmiðið er einnig að greina hvaða meðferðum og heilsufarsþáttum einkennin tengjast. Nánari upplýsingar veitir Sólveig í síma 6929693, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Frekari upplýsingar veitir Pétur Magnússon, formaður ÖÍ, sími 8411600, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Reykjavík 3. nóvember 2015.