Rannsóknarsjóður
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.
Þrír hlutu styrki úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands
Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitti í dag þremur aðilum rannsóknarstyrki úr styrkarsjóði ráðsins vegna rannsókna í öldrunarmálum. Öldrunarráð veitir árlega styrki til rannsókna í málaflokknum og fór afhending þeirra að þessu sinni fram á Hrafnistu í Reykjavík.
Styrkir veittir úr Rannsóknasjóði Öldrunarráðs Íslands 2010
Nýlega fór fram styrkveiting úr Rannsóknasjóði Öldrunarráðs Íslands. Sjóðurinn hefur verið starfræktur um langt skeið en aðalhvatamaður að stofnun hans var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október. Rannsóknasjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Á þessu ári barst stjórn Öldrunarráðs fjöldi umsókna vegna afar áhugaverðra rannsókna í öldrunarmálum. Það reyndist því vandasamt verk að velja þær umsóknir sem ákveðið var að veita styrki fyrir árið 2010.
Að þessu sinni var veitt úr sjóðnum samtals 950 þúsundum króna til fjögurra aðila. Þeir eru:
Skipulagsskrá Rannsóknasjóðs Öldrunarráð Íslands
1.gr.
Sjóðurinn heitir Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands.
2.gr.
Sjóðurinn er stofnaður á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands 27. september 1991 með gjöf frá Líknarsjóði Íslands að fjárhæð kr.822.507,10 átta hundruð tuttugu og tvö þúsund fimm hundruð og sjö krónur og tíu aurar. Auk þess telst til stofnfjár gjöf frá Öldrunarráði Íslands að fjárhæð kr.200.000,- tvö hundruð þúsund krónur. Stofnfé sjóðsins telst vera kr.1.022.507.10-ein milljón tuttugu og tvö þúsund fimm hundruð og sjö krónur og tíu aurar.
3.gr.
Tekjur sjóðsins eru önnur framlög, gjafir og áheit sem honum kunna að berast, vextir auk tekna af fjáröflun, sem stjórn sjóðsins efnir til.
4.gr.
Allar gjafir, framlög og áheit skal færa í sérstaka gjafabók.
5.gr.
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og önnur þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.
Úthlutað er úr sjóðnum 29. október ár hvert, fyrsta sinn 1993. Umsóknarfrestur um styrkveitingar er til 1.júlí ár hvert. Auglýsa skal eftir styrkbeiðnum með tveggja mánaða fyrirvara.
6.gr.
Stofnfé sjóðsins má ekki skerða meðan sjóðurinn stafrar eftir þessari skipulagsskrá, en vexti og aðrar tekjur er sjóðnum kunna að áskotnast má nota samkvæmt ákvöðrun sjóðsstjórnar.
7.gr.
Stjórn sjóðsins er stjórn Öldrunarráðs Íslands á hverjum tíma og varsla sjóðseigna í hennar höndum.
8.gr.
Reikningsár sjóðsins skal vera hið sama og annarra reikninga Öldrunarráðs Íslands og endurskoðendur þeir sömu og annast endurskoðun reikninga Ö.Í.
Stjórn sjóðsins skal haalda gerðabók fyrir sjóðinn þar sem bókaðar eru allar kvarðanir sjóðsstjórnar og annað varðandi sjóðinn, þ.á.m. niðurstöður reikninga hans.
9.gr.
Reikningar sjóðsins skulu birtir undir nafni hans með öðrum reikningum Öldrunarráðs Íslands.
Reykjavík , 15 október 1992
Stjórn Öldrunarráðs Íslands