Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.
Ráðstefnan okkar, „Þú þarft að skipta um lykilorð“ - að eldast á viðsjárverðum tímum, tókst frábærlega og var mikil ánægja með erindin og eins sköpuðust líflegar umræður í lokin.
Vegna fjölda áskorana setjum við hér inn glærur fyrirlesarana á ráðstefnunni og vonum að þær verði ykkur til enn frekar gagns.
Kærar þakkir fyrir frábæra ráðstefnu og góða mætingu.
- að eldast á viðsjárverðum tímum!
Ráðstefna á Hótel Hilton, 28 febrúar 2024 kl. 10-14
Á mælendaskrá verða meðal annarra:
Brynja M. Ólafsdóttir, Landsbankinn
Runólfur Þórhallsson, Lögreglan
Guðmundur Arnar Sigmundsson,CERT-IS
María Rún Bjarnadóttir, Lögreglan
Hjördís Garðarsdóttir, 112.is
Jenný Kristín Valberg, Bjarkarhlíð
Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Ísland.is
Berglind Magnúsdóttir og Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, Gott að eldast
Boðið verður uppá hádegisverð og kaffi.
Ráðstefnugjald er 10.000 krónur en 50% afsláttur veittur fyrir 67 ára og eldri.
Einnig hjá Andreu í síma 414-9507 eða
Skráningu lýkur 23.febrúar
Veitt verður viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2023
-sem árlega er veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
Velferð eldri borgara – fræðslufundur á RÚV
Fræðslufundur ÖÍ - Öldrunarráðs Íslands og LEB - Landssambands eldri borgara, á RÚV.
Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?
Öldrunarráð Íslands og LEB - Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.
ÖÍ hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara. Á kórónuveirutímanum hefur ekki verið hægt að halda slíka ráðstefnu. En ÖÍ lét ekki fallast hendur heldur ákvað í samvinnu við LEB – Landssamband eldri borgara að finna leið til að ná til breiðs hóps þeirra sem eru komnir af léttasta skeiði,; hóps sem er orðinn fimmtungur þjóðarinnar og fer stækkandi.
Úr varð að halda fræðslufund í samstarfi við RÚV. Þar með gafst einstakt tækifæri til að tengjast eldri borgurum um allt land, þar sem samkomutakmörk og fjarlægðir setja engin takmörk. Það er von ÖÍ, LEB og RÚV að fræðslufundurinn nái til sem flestra eldri borgara og aðstandenda þeirra.Enda er dagskrá fræðslufundarins einstaklega fróðleg og áhugaverð.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur opnunarávarp. Fundarstjóri er Jórunn Frímannsdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands.
Fræðlufundurinn byggist upp á fjölbreyttum erindum fólks sem hefur látið málefni eldra fólks sig varða á ýmsum sviðum samfélagsins:
- Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar: Frá því að þörf skapast fyrir þjónustu - Þjónustukeðjan.
- Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar, dósent HÍ: Velferðartækni – tengsl og traust.
- Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur: Nýtum allar vinnufúsar hendur og heila.
- Bjarni Karlsson, sálgætir og siðfræðingur: Er elli innri maður?
- Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Landspítala, prófessor í öldrunarlækningum, læknadeild Háskóla Íslands: Heilsufar á efri árum og umbætur í öldrunarþjónustu.
- Ólöf Guðný Gerisdóttir, næringarfræðingur og dósent HÍ: Matur og hreyfing – undirstaða heilbrigðis.
- Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB: Lifum lífinu lifandi.
Í lokin stýrir Jórunn Frímannsdóttir pallborðsumræðum með þeim Halldóri, Ólöfu Guðnýju, Pálma og Þórunni.
Verið stillt á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00!