Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.
Mánudaginn 18. maí kl. 16.30-20.30 var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri. Þingið var samvinnuverkefni Öldrunarráðs Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Landsambands eldri borgara og Velferðarráðuneytisins. Stutt ávörp í upphafi þings fluttu Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar.