Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

rannsoknarsjodur 2015

Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.

Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2015 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands

Fjögur verkefni hlutu styrk Öldrunarráðs Íslands

Oldrunar1020143062Stjórn Öldrunarráðs Íslands (ÖRÍ) veitti í dag, miðvikudag, fjóra rannsóknarstyrki úr styrktarsjóði ráðsins vegna verkefna í öldrunarmálum, en í október ár hvert er veitt úr sjóðnum. Sjóðurinn afhendir árlega styrki á afmælisdegi Gísla Sigurbjörnssonar, stofnanda og forstjóra Grundar, en hann var aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins. Afhending styrkjanna fór fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:.

rannsoknarsjodur 2014 auglysingRannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.

Umsóknarfrestur er til og með 12. október 2014 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, Sigrún Ingvarsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Líney Úlfarsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands, Sigrún Ingvarsdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Líney Úlfarsdóttir og Nanna Guðný Sigurðardóttir.

Þrjú rannsóknarverkefni hlutu styrk Öldrunarráðs Íslands

Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitti í dag, miðvikudag, þrjá rannsóknarstyrki úr styrktarsjóði ráðsins vegna verkefna í öldrunarmálum, en árlega er veitt úr sjóðnum. Afhending styrkjanna fór fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:

Líney Úlfarsdóttir og Sigrún Ingvarsdóttir hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hlutu 100 þúsund krónur í styrk vegna könnunar á „ofbeldi gegn öldruðum: Reynsla og viðbrögð starfsmanna heimaþjónustu“. Í henni verður leitast við að athuga hvort starfsmenn heimaþjónustu verði varir við ofbeldi gegn öldruðum í störfum sínum og hver viðbrögð þeirra eru sem verða varir við slíkt. Fram kemur í styrkumsókn að í sambærilegri könnum sem gerð var 2007 hafi komið fram að margir starfsmenn hafi grun um að aldraðir séu beittir ofbeldi og/eða hafi orðið vitni að slíku. Þykir nú tímabært að endurtaka könnunina.
Nánari upplýsingar um verkefnið veita styrkþegar í síma 411 1500.

rannskoknarumsoknRannsóknarsjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum

Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.

Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2013 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík. Frekari upplýsingar veitir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Öldrunarráðs.
Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands