Rannsóknarsjóður
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.
Þórný Þórarinsdóttir hlaut Fjöregg Öldrunarráðs Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var í vikunni. Fjöreggið er árlega veitt til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið gott og óeigingjarnt starf í þágu aldraðra. Öldrunarráði bárust tvær tilnefningar um Þórnýju sem er vel að Fjöregginu komin. Í áravís hefur hún heimsótt aldraða sem ekki eiga heimangengt og lætur ekkert aftra sér. Oft er um jafnaldra hennar að ræða á hjúkrunarheimilum en Þórný er níræð. Hún fer í heimsóknirnar með strætisvagni, leið 14, hvernig sem viðrar. Oftar en ekki eru heimabakaðar pönnukökur í farteskinu hennar sem hún hún gefur þeim sem hún er að heimsækja.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa er hefð fyrir því að veita styrki úr rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands sem kenndur er við Gísla Sigurbjörnsson fyrrum forstjóra á Grund. Að þessu sinni ákvað stjórn Öldrunarráðs að styrkja tvö verkefni, Snjallhreyfilausnir og Næringarástand íbúa hjúkrunarheimilis á Akureyri um 250.000 kr. hvort. Fyrra verkefnið stefnir að því að fara í notendaþróun og samvinnu við stofnanir og stofur á Norðurlandi sem gætu nýtt sér kerfið eftir aðgerðir og við endurhæfingu sem og til að auka líkamlega getu eldri einstaklinga. Hitt verkefnið lýtur að því að kanna næringarástand íbúa hjúkrunarheimila hérlendis til að koma inn með íhlutandi aðgerðir til þeirra sem á þurfa að halda.
Allar frekari upplýsingar veitir formaður Öldrunarráðs Íslands, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen í síma: 824 5944
Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitir árlega styrki úr rannsóknasjóði Öldrunarráðs til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála. Að þessu sinni veitti stjórn ráðsins Sonju Stelly Gústafsdóttur 300.000 króna styrk en hún er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.
Í verkefni sínu kannar hún áhrif einstaklingsþátta og umhverfis á þátttöku í heilsueflingu, viðhorf og reynslu 65 ára og eldri sem búa í heimahúsi á norðanverðu Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að fá upplýsingar um heilsulæsi eldra fólks en engar rannsóknir eru til um stöðu heilsulæsis á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að heilsulæsi minnkar með hækkandi aldri en þekkingu vantar á því hver staðan er á Íslandi. Rannsóknin mun því geta gefið mikilvægar upplýsingar um þætti sem vitað er að hafi áhrif á heilsu eldra fólks.
Myndin er tekin við afhendingu styrksins þann 20. janúar síðastliðinn. Á myndinni eru hluti stjórnar Öldrunarráðs Íslands og Sonja Stelly Gústafsdóttir.
Frá hægri: Tryggvi Þórhallsson (stjórnarmaður), Sigurður Sigfússon (varaformaður), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (stjórnarmaður), Jórunn Frímannsdóttir (formaður) Sonja Stelly (styrkþegi), Anný Lára Emilsdóttir (stjórnarmaður), Andrea Laufey Jónsdóttir (starfsmaður stjórnar) og Janus Guðlaugsson (stjórnarmaður).
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands auglýsir eftir umsóknum
Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknasjóðsins: Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2019 og skulu umsóknir sendar rafrænt á
Frekari upplýsingar veitir Jórunn Frímannsdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið