Fjögur verkefni hlutu styrk Öldrunarráðs Íslands
Stjórn Öldrunarráðs Íslands (ÖRÍ) veitti í dag, miðvikudag, fjóra rannsóknarstyrki úr styrktarsjóði ráðsins vegna verkefna í öldrunarmálum, en í október ár hvert er veitt úr sjóðnum. Sjóðurinn afhendir árlega styrki á afmælisdegi Gísla Sigurbjörnssonar, stofnanda og forstjóra Grundar, en hann var aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins. Afhending styrkjanna fór fram á Hrafnistu í Reykjavík og hlutu eftirfarandi framlag í ár:.
- Álfhildur Hallgrímsdóttir: Aksturslok aldraðra
Álfhildur er starfsmaður Færni- og heilsumatsnefndar höfuðborgarsvæðisins og nemi í öldrunarfræðum við Háskóla íslands. Markmið rannsóknar Álfhildar er að kanna upplifun aldraðra, 80 ára og eldri, sem látið hafa af akstri bifreiðar, á því hvort og þá hvaða áhrif aksturslokin hafa haft á lífsvenjur þeirra. Styrkupphæð kr. 75 þús. Frekari upplýsingar veitir Álfildur í síma 867 4050, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . - Ólöf Árnadóttir: Hlýtt úti- hjólastólagallinn
Ólöf er grafískur hönnuður sem m.a. hefur hannað nýja tegund útivistargalla fyrir aldraða sem auðvelt er að klæðast, jafnvel þótt viðkomandi sé bundinn við hjólastól. Hugmyndin kviknaði við umönnun hennar við aldraða foreldra sína með heilabilun. Ólöf hefur lokið við frumhönun hlífðarfatnaðarins sem auðvelt er að klæðast og er ætlað að gera öldruðum betur kleift að njóta útivistar allan ársins hring. Styrkupphæð kr. 75 þús. Frekari upplýsingar veitir Ólöf í síma 858 1855, netfang:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . - Margrét Guðnadóttir: Samvinna starfsmanna í samþættri hjúkrunar- og félagsþjónustu
Margrét er hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri í hjúkrun hjá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í Reykjavík hlaut styrk til að vinna meistaranámsrannsókn við HÍ þar sem ætlunin er að varpa skýrara ljósi á eðli samvinnu milli starfsfólks hjúkrunar- og félagslegrar heimaþjónustu þar sem slík þjónusta hefur verið samþætt. Er markmiðið að komast að því í hverju samvinnan felst, skilgreina einstaka þætti hennar og hvort hægt sé að leggja mat á þá. Styrkupphæð kr. 100 þús. Frekari upplýsingar veitir Margrét 694 9937, netfangThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . - Hallveig Skúladóttir: Heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar
Hallveig er meistaranemi við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar er að skoða heilsufar og færni einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar, annars vegar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og hins vegar á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki, auk þess að skoða vísbendingar um þjónustuþörf. Styrkupphæð kr. 150 þús. Frekari upplýsingar veitir Hallveig í síma 698 5179, netfangThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Frekari upplýsingar
F.h. Öldrunarráðs: Pétur Magnússon, form. í síma 841 1600.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Ólöf, Álfhildur, Hallveig, Margrét og Pétur Magnússon, formaður ÖRÍ.