Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitir árlega styrki úr rannsóknasjóði Öldrunarráðs til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála. Að þessu sinni veitti stjórn ráðsins Sonju Stelly Gústafsdóttur 300.000 króna styrk en hún er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.
Í verkefni sínu kannar hún áhrif einstaklingsþátta og umhverfis á þátttöku í heilsueflingu, viðhorf og reynslu 65 ára og eldri sem búa í heimahúsi á norðanverðu Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að fá upplýsingar um heilsulæsi eldra fólks en engar rannsóknir eru til um stöðu heilsulæsis á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að heilsulæsi minnkar með hækkandi aldri en þekkingu vantar á því hver staðan er á Íslandi. Rannsóknin mun því geta gefið mikilvægar upplýsingar um þætti sem vitað er að hafi áhrif á heilsu eldra fólks.
Myndin er tekin við afhendingu styrksins þann 20. janúar síðastliðinn. Á myndinni eru hluti stjórnar Öldrunarráðs Íslands og Sonja Stelly Gústafsdóttir.
Frá hægri: Tryggvi Þórhallsson (stjórnarmaður), Sigurður Sigfússon (varaformaður), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (stjórnarmaður), Jórunn Frímannsdóttir (formaður) Sonja Stelly (styrkþegi), Anný Lára Emilsdóttir (stjórnarmaður), Andrea Laufey Jónsdóttir (starfsmaður stjórnar) og Janus Guðlaugsson (stjórnarmaður).