Sirrý Sif Sigurlaugardóttir doktorsnemi í félagsráðgjöf við Háskólann á Akureyri hlaut styrk úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs árið 2022.  Rannsókn hennar ber heitið Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast um eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.  Styrkurinn var veittur á 100 ára afmæli Grundar, elsta hjúkrunarheimils á Íslandi, á afmælishátíð þann 29. október.  Það var vel við hæfi, þó tilviljun réði, að Sirrý hlyti styrkinn í ár enda hóf hún starfsferil sinn á Grund.  Meðfylgjandi mynd var tekin af Kjartani Erni Júlíussyni í hátíðarsal Grundar.  Á myndinni eru frá vinstri talið, Aríel Pétursson, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, Birna Sif Atladóttir, Margrét Árdís Ósvaldsdóttir og forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.