Staðsetning: Askja hús Háskóla Íslands, fyrirlestrasalur N-132, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík
Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.
Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af: Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
DAGSKRÁ:
13:00 – 13:10 Ráðstefna sett: Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður Fagráðs í öldrunarhjúkrun
13:10 – 13:50 Staffing and Quality - A review of the Evidence: Christine Mueller, prófessor við Háskólann í Minnesota
13:50 – 14:30 Staffing and Quality - Measuring Quality Christine Mueller, prófessor
14:30 – 15:00 Kaffihlé
15:00 – 15:20 Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands sem kaupanda að þjónustu á hjúkrunarheimilum: Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri greiningardeildarhjá Sjúkratryggingum Íslands
15:20 – 15:40 Mat á gæðum á hjúkrunarheimilum, framtíðarsýn Embættis Landlæknis: Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða Embætti landlæknis
15:40 – 16:00 Mönnun í tengslum við þarfið þeirra sem njóta þjónustu á hjúkrunarheimilum: Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
16:00 – 16:30 Pallborð um gæði og mönnun
Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.