styrkveiting

Árlega veitir Öldrunarráð styrki sem næst afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnsonar fyrrum forstjóra Grundar, en hann var aðalhvatamaður að stofnun Rannsóknarsjóðs Öldrunarráðs Íslands. Alls bárust 10 umsóknir og  samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk;

  • Kristbjörg Sóley Hauksdóttir, MA nemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna verkefnisins „Að meta umfang og helstu birtingarmyndir ofbeldis í formi m.a. valdbeitingar gagnvart öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu“.
  • Berglind Soffía Blöndal, meistaranemi í klínískri næringarfræði, fékk styrk vegna rannsóknar sinnar „Forrannsókn: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild
  • Lovísa Jónsdóttir, meistaranemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna forprófunar á Inter-RAI mælitæki sem metur umönnunarbyrði aðstandenda eldri borgara í heimahúsum.

Öldrunarráð Íslands óskar styrkþegum til hamingju. Myndin er frá styrkveitingunni 14. nóvember og eru þær frá vinstri Kristbjörg Sóley, Lovísa og Berglind ásamt Önnu Birnu Jensdóttur formanni Öldrunarráð.  

Staðsetning: Askja hús Háskóla Íslands, fyrirlestrasalur N-132,  Sturlugötu 7, 101 Reykjavík

 Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.

Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af: Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Laura Scheving Thorsteinsson,  Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.

DAGSKRÁ:

13:00 – 13:10 Ráðstefna sett: Ingibjörg Hjaltadóttir, formaður Fagráðs í öldrunarhjúkrun

13:10 – 13:50 Staffing and Quality - A review of the Evidence: Christine Mueller, prófessor við Háskólann í Minnesota

13:50 – 14:30 Staffing and Quality - Measuring Quality Christine Mueller, prófessor

14:30 – 15:00 Kaffihlé

15:00 – 15:20 Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands sem kaupanda að þjónustu á hjúkrunarheimilum: Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri greiningardeildarhjá Sjúkratryggingum Íslands

15:20 – 15:40 Mat á gæðum á hjúkrunarheimilum, framtíðarsýn Embættis Landlæknis: Laura Scheving Thorsteinsson, Staðgengill sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða Embætti landlæknis

15:40 – 16:00 Mönnun í tengslum við þarfið þeirra sem njóta þjónustu á hjúkrunarheimilum: Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Flæðissviði Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

16:00 – 16:30 Pallborð um gæði og mönnun

Þátttökugjald er 1500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.

Úr 5. gr. skipulagsskrár Rannsóknarsjóðsins:
Hlutverk sjóðsins er að styrkja rannsóknir í öldrunarmálum á Íslandi svo og þau verkefni sem stjórn sjóðsins ákveður.

Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2016 og skulu umsóknir sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík.
Frekari upplýsingar veitir Anna Birna Jensdóttir, formaður stjórnar Öldrunarráðs. Fyrirspurnir sendist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands

Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.

Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.

Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.