Fréttir og pistlar
Alls bárust 5 umsóknir um styrk úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands. Farið var yfir umsóknir og samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk, hverri að upphæð kr.200 þús., samtals kr.600 þús.
- Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi í Hagnýtri siðfræði við H.Í., vegna verkefnisins „Gildi samhygðar í hjúkrun með tengingu við mannlega reisn – ný nálgun að því hvernig hægt er að nota samhygð til að tryggja gæði meðferðarsamskipta milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, með áherslu á umönnun einstaklinga með heilabilun“.
- Steinunn A. Ólafsdóttir, doktorsnemi á Heilbrigðisvísindasviði H.Í., vegna verkefnisins „Könnun á færni og líðan einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og búa í heimahúsum, um þjónustu sem þeir fá og áhugahvöt til hreyfingar“.
- Vala Valsdóttir, doktorsnemi í taugasálfræði, vegna verkefnisins „Hugræn öldrun meðal aldraðra á Íslandi“.
Hér tekur Vala Valsdóttir á móti styrknum, þann 9. nóvember. Með á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs og Brynja Björk Magnúsdóttir leiðbeinandi hennar.
Fréttir og pistlar
Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.
Viðurkenningar Öldrunarráðs
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.
Rannsóknarsjóður Öldrunarráðs
Rannsóknasjóður Öldrunarráðs Íslands hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni. Reynt er að veita styrki úr sjóðnum árlega. Aðalhvatamaður að stofnun sjóðsins var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Venja hefur verið að úthluta úr sjóðnum í námunda við afmælisdag Gísla, sem er 29. október.
Ráðstefnur og fundir
Hér er að finna upplýsingar um áhugaverðar ráðstefnur og fundi sem tengjast Öldrunarmálum.