Hér er að finna fréttir og pistla um málefni Öldrunarráðs Íslands og tengt efni.

Á aðalfundi Öldrunarráðs Íslands þann 23.maí 2019 var kosin ný stjórn.

Nýja stjórn skipa: 

 • Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður
 • Sigurður Sigfússon, varaformaður
 • Sólveig Reynisdóttir, Gjaldkeri
 • Hróðný Lund, ritari
 • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, meðstjórnandi
 • Anný Lára Emilsdóttir, meðstjórnandi
 • Janus Guðlaugsson, meðstjórnandi
 • Guðbjörg Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
 • Tryggvi Þórhallsson, meðstjórnandi

Starfsmaður Öldrunarráðs er Andrea Laufey 

Komin er út skýrsla frá framtíðarþingi um farsæla öldrun á Ísafirði 2017.

Skýrsla frá framtíðarþingi um farsæla öldrun á Ísafirði 2017

Ráðstefna Heilsuefling eldri aldurshópa

 

Námstefna um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki verður halin á Grand Hótel 12. apríl kl. 12:30 – 16:00

12:30 – 13:00 Skráning

13:00 – 13:10 Setning

13:10 – 13:40 Hlutverk starfsmanna öldrunarþjónustu í forvörnum gegn ofbeldi.
Sigrún Ingvarsdóttir, deildarstjóri Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis.

Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands til fyrirmyndar fyrirtækis varðandi vinnutilhögun og starfslok eldri starfsmanna er háð neðangreindum skilyrðum:

Fyrirtækið hafi starfsmannastefnu um neðangreind atriði varðandi sveigjanleg starfslok og vinnutilhögun á síðustu árum fyrir starfslok. 

 1. Tímanlega fyrir starfslok séu kannaðar óskir starfsmanns um aðlögun að starfslokum og honum/henni gefinn kostur á að fara í hlutastarf eða ábyrgðarminna starf.
 2. Við starfslok eigi starfsmaður kost á lausráðningu gegn greiðslu tímakaups fyrir unninn tíma í 6 – 12 mánuði í senn hafi hann áhuga á því. 
 3. Til aðlögunar að breyttum aðstæðum við starfslok bjóði fyrirtækið starfsmönnum á námskeið, þar sem veitt er fræðsla um fjárhagslegar breytingar frá því að vera vinnandi maður yfir í að vera eftirlaunaþegi. 

Farið er yfir það sem tekur við, svo sem greiðslur almannatrygginga, lífeyrissjóða og annars sem skiptir máli.

Æskileg viðbót við framangreint gæti til dæmis verið:

 • Að fyrrverandi starfsmönnum sé gefinn kostur á að taka áfram þátt í árshátíðum innan fyrirtækisins og öðrum viðburðum.
 • Að fyrrverandi starfsmönnum sé boðið reglulega í heimsókn til að hitta fyrrverandi samstarfsmenn.
 • Að fyrrverandi starfsmenn fái áfram fréttabréf fyrirtækisins ef þeir óska þess.