Öldrunarráðs Íslands verður með málþing um millistigið. Málþingið verður haldið í Laugarásbíó fimmtudaginn 16.febrúar frá kl.13:00, boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir.
Veitt verður viðurkenning Öldrunarráðs Íslands sem árlega er veitt einstaklingi eða fyrirtæki sem þykir hafa skarað framúr í tengslum við málefni aldraðra.
Millistigið er tímabilið sem þú vilt öryggi, félagsskap og aðgengilegt húsnæði. Hefur jafnvel ekki þörf fyrir þjónustu en veist og finnur þörfina fyrir öryggi og samveru. Vilt geta fengið þjónustu heim ef eða þegar þú þarft á því að halda, áður en þú hefur þörf fyrir mikla þjónustu og ferð á hjúkrunarheimili. Dagskrá málþingsins er metnaðarfull og munu arkitektar fara yfir skipulag og hugmyndir að lausnum fyrir þetta tímabil í lífi hvers manns auk þess sem við skoðum sálfræðihliðina og notendahliðina.
Allar frekari upplýsingar veitir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður Öldrunarráðs Íslands í síma: 824-5944 eða á netfangið:
Allir eru velkomnir á málþingið