Viðurkenningar
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar og er auglýst eftir tilnefningum í fjölmiðlum. Viðurkenningin er svo veitt á aðalfundi Öldrunarráðs, sem haldinn er í maí.
Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2014
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 4. maí 2014 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á netfangið
Jón Snædal heiðraður fyrir áratuga starf
Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landakoti, heiðraður fyrir áratugalangt starf að öldrunarmálum og rannsóknir á heilabilun
Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitti í liðinni viku dr. Jóni Snædal, yfirlækni öldrunarlækninga á Landakoti og forstöðumanni Minnismóttökunnar, sérstaka viðurkenningu fyrir áratugalangt starf að málefnum aldraðra og rannsóknir sínar á heilabilun.
Fréttatilkynning frá Öldrunarráði Íslands 20. maí 2014
Öldrunarráð veitir árlega sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið gott og óeigingjarnt starf að málefnum aldraðra. Í gær hlaut Soffía Jakobsdóttir leikkona viðurkenningu ráðsins fyrir áralangt og óeigingjarnt starf með öldruðum, en það voru Hollvinir félagsmiðstöðvarinnar Hæðargarðs í Reykjavík sem tilnefndu Soffíu.
Soffía hefur um árabil tekið virkan þátt í félagsstarfi með öldruðum og lagt sitt að mörkum til að viðhalda félagslegri virkni þeirra og lífsgæðum.
Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarfræðingur hlýtur viðurkenningu Öldrunarráðs Íslands
Öldrunarráð Íslands veitti í dag dr Ingibjörgu Hjaltadóttur hjúkrunarfræðingi viðurkenningu fyrir einstakt framlag í þágu aldraðra. Ingibjörg hefur unnið að rannsóknum á sviði öldrunarhjúkrunar og þverfaglegum rannsóknum á sviði öldrunarfræða og auk þess tekið þátt í starfi stýrinefndar um rannsóknir á mælitækjum RAI-staðla á vegum heilbrigðisráðuneytisins (nú velferðarráðuneyti) frá árinu 1993.
Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2012
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra.
Hér með óskar Öldrunarráð eftir tilnefningum til viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilit að senda inn tilnefningar.
Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 15. apríl 2012 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Hrafnistu við Laugarás, 104 Reykjavík eða á netfangið