Almennt efni
Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitir árlega styrki úr Rannsóknasjóði Öldrunarráðs til rannsóknarverkefna á sviði öldrunarmála.
Að þessu sinni veitti stjórn ráðsins Sonju Stelly Gústafsdóttur 300.000 króna styrk en hún er doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.
Í verkefni sínu kannar hún áhrif einstaklingsþátta og umhverfis á þátttöku í heilsueflingu, viðhorf og reynslu 65 ára og eldri sem búa í heimahúsi á norðanverðu Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að fá upplýsingar um heilsulæsi eldra fólks en engar rannsóknir eru til um stöðu heilsulæsis á Íslandi. Erlendar rannsóknir sýna að heilsulæsi minnkar með hækkandi aldri en þekkingu vantar á því hver staðan er á Íslandi. Rannsóknin mun því geta gefið mikilvægar upplýsingar um þætti sem vitað er að hafi áhrif á heilsu eldra fólks.
Myndin er tekin við afhendingu styrksins þann 20. janúar síðastliðinn. Á myndinni eru hluti stjórnar Öldrunarráðs Íslands og Sonja Stelly Gústafsdóttir.
Frá hægri: Tryggvi Þórhallsson (stjórnarmaður), Sigurður Sigfússon (varaformaður), Þórunn Sveinbjörnsdóttir (stjórnarmaður), Jórunn Frímannsdóttir (formaður) Sonja Stelly (styrkþegi), Anný Lára Emilsdóttir (stjórnarmaður), Andrea Laufey Jónsdóttir (starfsmaður stjórnar) og Janus Guðlaugsson (stjórnarmaður).
Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 2016 verður haldinn föstudaginn 29. apríl 2016, kl 14:00-16:00 að Hrafnistu, Reykjavík.
Dagskrá:
- Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum ráðsins
- Afhending viðurkenningar Öldrunarráðs
- Önnur mál
- Kaffihlé
- Ólafur Þór Gunnarsson, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum fjallar um
- Kynning á Gráa hernum – hvað er Grái herinn? Erna Indriðadóttir, ritstjóri öldrunarþjónustu vefritsins lifdununa.is
Athugið að allir eru velkomnir á aðalfundinn.
Þátttaka á aðalfund tilkynnist til Huldu S. Helgadóttur, starfsmanns Öldrunarráðs, á netfangið
Fyrir hönd stjórnar Öldrunarráðs Íslands
Pétur Magnússon, formaður
Mánudaginn 16. nóvember 2015 kl. 16.30-20.30 var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun í þjónustumiðstöð aldraðra á Selfossi, Grænumörk 5. Þingið var samvinnuverkefni Öldrunarráðs Íslands, Landsambands eldri borgara, Velferðarráðuneytisins og sveitarfélaganna Hrunamannahrepps, Hveragerðisbæjar, Bláskógabyggð, Sveitarfélagsins Ölfus, Rangárþings eystra, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Sveitarfélagsins Árborgar. Stutt ávörp í upphafi þings fluttu Haraldur Einarsson 8. þingmaður Suðurkjördæmis og Haukur Ingibergsson formaður Landssambands eldri borgara.