Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands 2023
Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. Síðustu tvö ár hafa einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu, á síðasta ári var það Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrir hennar ötula starf í þágu aldraðra og enn er Þórunn að og árið þar á undan var það Þórný Þórarinsdóttir sem hlaut fjöreggið.
Stjórn Öldrunarráðs Íslands var sammála um að fjöreggið, viðurkenningu Öldrunarráðs árið 2023, hlytu Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Margar áhugaverðar tilnefningar bárust og úr vöndu var að ráða eins og oft er. Sólveig Adolfsdóttir og Þór Vilhjálmsson veittu egginu viðtöku fyrir hönd samtakanna.
Bls 2 af 2