04.jpg
  • Fréttir
    •  Blað Öldrunarráðs
  • Um Öldrunarráð
    • Stjórn
    • Lög
    • Aðildarfélög
    • Ársskýrslur
  • Ráðstefnur og fundir
  • Rannsóknarsjóður
    • Skipulagsskrá
  • Viðurkenningar
    • Skilyrði fyrir starfslok
  • Hafðu samband

Öldrunarfræði

14 apríl 2014

oldrun- DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI
í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Nám í öldrunafræðum er tveggja ára nám á meistarastigi. Öldrunarfræði (gerontology) er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um öldrun frá mismunandi sjónarhornum. Hún fjallar um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Innan öldrunar-fræða er lögð áhersla á samspil allra þessara þátta og hvaða áhrif þeir hafa á hinn aldraða og fjölskyldu hans.

Nánar ...

„Að vera í dúndurstemmingu þar til yfir lýkur“

07 apríl 2014

Fyrir réttu ári var haldið Framtíðarþing um farsæla öldrun í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Á þinginu komu saman á annað hundrað manns, einstaklingar á öllum allri sem láta sig málefni aldraðra varða og starfsmenn í opinberri stjórnsýslu sem starfa að málaflokknum. Eins og kom fram í aðdraganda og kjölfar þingsins var markmiðið með þinginu að skapa vettvang til að vekja jákvæða athygli á öldruðum og stöðu þeirra í samfélaginu og ekki síður að skapa vettvang til málefnalegrar umræðu um málaflokkinn. Á þinginu skapaðist mikil umræða um það hvernig aldraðir líti eigin mál í samfélaginu og hvaða væntingar þeir hafi til efri áranna, umræða sem varð starfsfólki heilbrigðisstofnana, samtaka í öldrunarmálum og velferðarráðuneytis gott veganesti sem vonandi mun nýtast við nauðsynlega og tímabæra endurstefnumótun í málefnum aldraðra.

Nánar ...

Hversu gamall værir þú ef þú vissir ekki aldur þinn?

29 september 2013

„Við erum alltaf á sama aldri innra með okkur," er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gertrude Stein og er það án efa tilfinning sem flestir ef ekki allir upplifa þótt árunum fjölgi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa þetta í huga þegar rætt er um málefni eldri borgara. Því miður einkennist umræðan um of af „vandamálum" þar sem dregin er upp dökk mynd af stöðu þessa mikilvæga þjóðfélagshóps í samfélaginu, hvort sem rætt er um líf, kjör eða valfrelsi eldra fólks.

 Það er gott að eldast

Þó svo að sannarlega megi margt betur fara er engu að síður mikilvægt að halda því til haga sem vel er gert og sýna því jákvæða meiri áhuga. Það er nefnilega gott að eldast. Samfara almennt betri heilsu hafa valmöguleikar hinna eldri aukist í lífinu, til tómstunda og iðkunar annarra áhugamála. Tækifærin eru í raun óteljandi. Í dag hefur „gamla fólkið" svo mikið að gera að það slær mörgum okkar sem yngri erum ref fyrir rass þegar kemur að líkamlegri og andlegri virkni. Það er ekki tiltökumál lengur að mæta eldri borgurum í hlíðum Esjunnar eða á skokki eftir Sæbrautinni, svo dæmi séu tekin. Það er vert að hafa þetta í huga í dag, 1. október, á alþjóðlegum degi aldraðra.

Nánar ...

Viðurkenningar Öldrunarráðs 2017

22 mars 2017

Vidurkenning2017

Bls 7 af 13

  • Fyrsta
  • FYRRI
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • Næsta
  • Síðasta

Nýlegt efni og fréttir

  • Fjárfestu í sjálfum þér, lykill að farsælum efri árum
  • Rannsóknarstyrkir afhentir
  • Rannsóknarsjóður opinn fyrir umsóknum 2018
  • Rannsóknarsjóður opinn fyrir umsóknum 2018
  • Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 2018
  • Aðalfundur Öldrunarráðs Íslands 2018
  • Öldrunarráð Íslands auglýsir eftir tilnefningum
  • Rokkað inná efri ár - aðgengilegt á Youtube
  • Fjármálaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar
  • Rokkað inná efri ár, ráðstefna 15. febrúar 2018
  • Rokkað inná efri ár, ráðstefna 15. febrúar 2018
  • Rokkað inná efri ár, ráðstefna 15. febrúar 2018
  • Styrkveitingar 2017
  • Styrkveitingar 2017
  • Niðurstöður af framtíðarþingi á Ísafirði

Viðurkenning 2016 - Starfslok

  • Starfslok starfsmanna - Skilyrði

Framtíðarþing á Selfossi 2015

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu á Selfossi

Framtíðarþing á Akureyri 2015

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu á Akureyri

Framtíðarþing í Reykjavík 2013

  • Niðurstöður af þinginu
  • Myndir frá þinginu
  • Tengill á Facebook síðu

Öldrunarráð Íslands - Sóltúni 2, 105 Reykjavík - Sími 590 6003  Netfang:  oldrunarrad@oldrunarrad.is