Viðurkenning Öldrunarráðs Íslands til fyrirmyndar fyrirtækis varðandi vinnutilhögun og starfslok eldri starfsmanna er háð neðangreindum skilyrðum:

Fyrirtækið hafi starfsmannastefnu um neðangreind atriði varðandi sveigjanleg starfslok og vinnutilhögun á síðustu árum fyrir starfslok. 

  1. Tímanlega fyrir starfslok séu kannaðar óskir starfsmanns um aðlögun að starfslokum og honum/henni gefinn kostur á að fara í hlutastarf eða ábyrgðarminna starf.
  2. Við starfslok eigi starfsmaður kost á lausráðningu gegn greiðslu tímakaups fyrir unninn tíma í 6 – 12 mánuði í senn hafi hann áhuga á því. 
  3. Til aðlögunar að breyttum aðstæðum við starfslok bjóði fyrirtækið starfsmönnum á námskeið, þar sem veitt er fræðsla um fjárhagslegar breytingar frá því að vera vinnandi maður yfir í að vera eftirlaunaþegi. 

Farið er yfir það sem tekur við, svo sem greiðslur almannatrygginga, lífeyrissjóða og annars sem skiptir máli.

Æskileg viðbót við framangreint gæti til dæmis verið:

  • Að fyrrverandi starfsmönnum sé gefinn kostur á að taka áfram þátt í árshátíðum innan fyrirtækisins og öðrum viðburðum.
  • Að fyrrverandi starfsmönnum sé boðið reglulega í heimsókn til að hitta fyrrverandi samstarfsmenn.
  • Að fyrrverandi starfsmenn fái áfram fréttabréf fyrirtækisins ef þeir óska þess.