Þrír hlutu styrki úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands

 F.v. Dr. Ársæll Arnarsson, Laufey Jónsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, leiðbeinandi Elíabetar Þórðardóttur, sem ekki gat verið viðstödd, og Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands.

Stjórn Öldrunarráðs Íslands veitti í dag þremur aðilum rannsóknarstyrki úr styrkarsjóði ráðsins vegna rannsókna í öldrunarmálum. Öldrunarráð veitir árlega styrki til rannsókna í málaflokknum og fór afhending þeirra að þessu sinni fram á Hrafnistu í Reykjavík.

  • Dr. Ársæll Arnarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Erasmus-prófessor við taugafræðideild Sahlgrenska Háskólasjúkrahússins í Gautaborg, fékk rannsóknastyrk að upphæð 300 hundruð þúsund krónur úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands. Styrkir fær Ársæll vegna rannsóknar sinnar tengslum lyfjanotkunar aldraðra við aldursbundna hrörnun í sjónhimnu, sem er algengasta ástæða blindu í hinum vestræna heimi.
  • Elísabet Þórðardóttir sálfræðingur fékk styrk að upphæð 200 þúsund krónur í tengslum við mastersverkefni sitt í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands. Verkefni Elísabetar er hluti samnorrænnar rannsóknar, sem hefur að markmiði að kanna meðal aldraðra samband persónuleika og hættu á þunglyndi.
  • Laufey Jónsdóttir fékk styrk að upphæð 100 þúsund krónur til að framkvæma rannsókn, sem tengist þjónustu við aldraða á Íslandi. Laufey er þroskaþjálfi að mennt og stundar nám í opinberri stjórnsýslu og öldrunarþjónustu við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þá strauma og stefnur sem öldrunarheimilin starfa eftir við úrfærslu á einkalífi og virðingu íbúa og hvort samræmdar reglur gildi við útfærsluna. Markmiðið er ennfremur að kortleggja þekkingu starfsfólks öldrunarheimila á þeim aðferðum sem leiða til aukins einkalífs íbúa og að lokum að kanna þörf starfsmanna fyrir fræðslu um þá þætti sem leiða til aukins sjálfræðis og einkalífs íbúanna.

Frekari upplýsingar

Meðfylgjandi eru frekari upplýsingar /  ítarefni um sjálfar rannsóknirnar, eðli þeirra og ástæður, tilgang, úrtak og fleira.

  • Styrkþegar: Ársæll Arnarsson, sími 8463223, Elísabet Þórðardóttir, sími 0047 92513386 (er í námi í Noregi) og Laufey Jónsdóttir, sími 8993056.
  • F.h. Öldrunarráðs: Pétur Magnússon, form. í síma 841 1600.

Reykjavík 2. nóvember 2011.

 

 F.v. Dr. Ársæll Arnarsson, Laufey Jónsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, leiðbeinandi Elíabetar Þórðardóttur, sem ekki gat verið viðstödd, og Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands.

 

F.v. Dr. Ársæll Arnarsson, Laufey Jónsdóttir, Sigurveig Sigurðardóttir, leiðbeinandi Elíabetar Þórðardóttur, sem ekki gat verið viðstödd, og Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráðs Íslands.

 

Um Rannsóknasjóð Öldrunarráðs Íslands

Sjóðurinn hefur verið starfræktur um langt skeið en aðalhvatamaður að stofnun hans var Gísli heitinn Sigurbjörnsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Grundar. Rannsóknasjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunarmálum á Íslandi auk sérstakra verkefna annarra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinni.