Loksins verður aðalfundur Öldrunarráðs Íslands haldinn með eðlilegu sniði.

Fundurinn verður á Grand hóteli mánudaginn 23. maí 2022  Kl. 14:00 - allir velkomnir

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa er hefð fyrir því að veita styrki úr rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands sem kenndur er við Gísla Sigurbjörnsson fyrrum forstjóra á Grund. Að þessu sinni ákvað stjórn Öldrunarráðs að styrkja  tvö verkefni, Snjallhreyfilausnir og Næringarástand íbúa hjúkrunarheimilis á Akureyri um  250.000 kr. hvort. Styrkþegar munu koma og kynna verkefnin á fundinum.

Öldrunarráð hefur mikinn áhuga á að vekja umræðu um dánaraðstoð og stefnir að því að hafa málþing um það málefni í haust. Til að hefja þá umræðu og vonandi varpa ljósi á það hvernig mikilvægast er að nálgast umræðuna munu Ingrid Kuhlman formaður Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð og Jóhann Björnsson, heimspekingur vera með framsögu og fara yfir það sem þau telja mikilvægast í þeirri nálgun.

Allar frekari upplýsingar veitir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, formaður Öldrunarráðs Íslands í síma: 8245944 eða á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Allir eru velkomnir á aðalfundinn