Þann 12. apríl nk. kl. 12:30 – 16:00 mun Öldrunarráð Íslands og Öldrunarfræðafélagið halda námsstefnu á Grand Hótel um viðbrögð við ofbeldi gagnvart öldruðu fólki.
Námsstefnan er sérstaklega ætluð starfsfólki hjúkrunarheimila, heimaþjónustu og heimahjúkrunar, þjónustuíbúða, heilsugæslu, Landspítala og dagvistana fyrir aldrað fólk.
Nánari upplýsingar ásamt dagskrá verða send út síðar.
Undirbúningsnefnd