Í gær veitti stjórn Öldrunarráðs Íslands tveimur doktorsnemum rannsóknarstyrki úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs en ráðið veitir árlega styrki til rannsókna er varða öldrun. Styrkþegarnir eru  Inga Valgerður Kristinsdóttirhjúkrunarfræðingur og doktorsnemi við HÍ og Kristján Godsk Rögnvaldsson læknir og doktorsnemi við HÍ. Öldrunarráð veitti að venju styrkinn á afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnssonar, sem var forstjóri Grundar í tæp sextíu ár, en hann var einn aðal hvatamaðurinn að stofnun rannsóknarsjóðsins.

Verkefni Ingu snýr að árangursríkri heimahjúkrun en leiðir til uppbyggingar verða greindar útfrá InterRai-he gögnum. Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á heilsufar, færni og aðstæður eldra fólks sem býr sjálfstæðri búsetu og nýtur aðstoðar formlegrar þjónustu og aðstandenda með það fyrir augum að greina leiðir til að efla heimahjúkrun þeirra. Kristján skoðar hinsvegar bætta greiningu samfélagslungnabólgu á Landspítala en  um er að ræða algengan sjúkdóm með háa dánartíðni, þjáningu og kostnað fyrir einstaklinga sem og samfélag. Nýgengi er hæst meðal þeirra sem eru elstir og með lungnabólgu.

Inga Valgerður

Á myndinni hér að ofan má sjá Önnu Birnu Jensdóttur, formann Öldrunarráðs Íslands,  veita Ingu Valgerði Kristinsdóttur,  styrkinn og á myndinni hér fyrir neðan tekur Kristján G. Rögnvaldsson á móti sínum styrk. Öldrunarráð Íslands óskar styrkhöfum til hamingju,

008