Fjölmargar tilnefningar bárust til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands árið 2018. Fyrir einstakt starf í þágu aldraðra hlutu Sesselja Magnúsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson fyrir verkefnið Elligleði. Þau hafa um árabil heimsótt hjúkrunarheimili, sambýli og dagúrræði með reglubundnum hætti og glatt aldraða sem haldnir eru minnissjúkdómum með heillandi söng Stefáns Helga. Þau Sesselja og Stefán Helgi veittu viðurkenningunni móttöku og tók Stefán Helgi lagið fyrir aðalfundargesti. Hér eru þau á myndinni með Önnu Birnu formanni Öldrunarráðs.
Þá veitti Öldrunarráð sérstaka viðurkenningu til fyrirtækisins ÍSAL í Straumsvík, sem hefur myndað framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsmanna sinna og framfylgir henni á ábyrgan máta. Sigurður Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍSAL, veitti viðurkenningunni móttöku úr hendi Önnu Birnu Jensdóttur formanni Öldrunarráðs Íslands.