styrkveiting

Árlega veitir Öldrunarráð styrki sem næst afmælisdegi Gísla heitins Sigurbjörnsonar fyrrum forstjóra Grundar, en hann var aðalhvatamaður að stofnun Rannsóknarsjóðs Öldrunarráðs Íslands. Alls bárust 10 umsóknir og  samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk;

  • Kristbjörg Sóley Hauksdóttir, MA nemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna verkefnisins „Að meta umfang og helstu birtingarmyndir ofbeldis í formi m.a. valdbeitingar gagnvart öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu“.
  • Berglind Soffía Blöndal, meistaranemi í klínískri næringarfræði, fékk styrk vegna rannsóknar sinnar „Forrannsókn: Næringarástand og fæðuöryggi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild
  • Lovísa Jónsdóttir, meistaranemandi í öldrunarfræðum, fékk styrk vegna forprófunar á Inter-RAI mælitæki sem metur umönnunarbyrði aðstandenda eldri borgara í heimahúsum.

Öldrunarráð Íslands óskar styrkþegum til hamingju. Myndin er frá styrkveitingunni 14. nóvember og eru þær frá vinstri Kristbjörg Sóley, Lovísa og Berglind ásamt Önnu Birnu Jensdóttur formanni Öldrunarráð.