oldrun- DIPLÓMANÁM Á MEISTARASTIGI
í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ.

Nám í öldrunafræðum er tveggja ára nám á meistarastigi. Öldrunarfræði (gerontology) er þverfagleg fræðigrein sem fjallar um öldrun frá mismunandi sjónarhornum. Hún fjallar um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Innan öldrunar-fræða er lögð áhersla á samspil allra þessara þátta og hvaða áhrif þeir hafa á hinn aldraða og fjölskyldu hans.

Markmið námsins
Markmið námsins er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði öldrunarfræða. Að stuðla að eflingu þverfaglegs samstarfs innan öldrunarþjónustunnar, bæði félags- og heilbrigðisþjónustu er einnig eitt af markmiðunum. Með náminu er lögð áhersla á að kynna nemendum ólík svið öldrunarfræðinnar, helstu áherslur og samþættingu þessara þátta og gera þá hæfari til að taka þátt í stjórnun og stefnumótun málefna eldri borgara. Jafnframt er lögð áhersla á að veita nemendum þekkingu sem nýtist í starfi með öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Með náminu er markmiðið stuðla að betra umhverfi fyrir aldraða, betri þjónustu og fordómalausum viðhorfum.

Fyrir hverja?
Námið er ætlað einstaklingum sem hafa lokið hafa BA eða BS menntunar á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda eða annarrar sambærilegrar menntunar. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar. Námið er einnig fyrir einstaklinga sem starfa eða hafa hug á að hasla sér völl í öldrunarþjónustu sem og stjórnunar á því sviði.

Nánar má lesa um námskeiðið hér