Alls bárust 5 umsóknir um styrk úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands.  Farið var yfir umsóknir og samþykkti ráðið að veita 3 umsóknum styrk, hverri að upphæð kr.200 þús., samtals kr.600 þús.

  • Arnrún Halla Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktorsnemi í Hagnýtri siðfræði við H.Í., vegna verkefnisins „Gildi samhygðar í hjúkrun með tengingu við mannlega reisn – ný nálgun að því hvernig hægt er að nota samhygð til að tryggja gæði meðferðarsamskipta milli hjúkrunarfræðinga og sjúklinga, með áherslu á umönnun einstaklinga með heilabilun“.

Arnrún Halla

  • Steinunn A. Ólafsdóttir, doktorsnemi á Heilbrigðisvísindasviði H.Í., vegna verkefnisins „Könnun á færni og líðan einstaklinga sem hafa fengið heilaslag og búa í heimahúsum, um þjónustu sem þeir fá og áhugahvöt til hreyfingar“.

Steinunn

  • Vala Valsdóttir, doktorsnemi í taugasálfræði, vegna verkefnisins „Hugræn öldrun meðal aldraðra á Íslandi“.

003

Hér tekur Vala Valsdóttir á móti styrknum, þann 9. nóvember. Með á myndinni eru Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs og Brynja Björk Magnúsdóttir leiðbeinandi hennar.