Húsfyllir var í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á ráðstefnunni Aldrei of seint – Heilsuefling eldri aldurshópa í gær.

Ráðstefnan hófst kl. 14:00 með ávarpi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar. Á ráðstefnunni var farið ofan í saumana á því hvernig best er að standa að heilsueflingu eldri aldurshópa, fjallað var um félagslega þáttinn og mikilvægi næringar og hvaða heilsurækt henti. Mikilvægi þess að halda heilsu á efri árum og auka lífsgæði sín og samfélagslegan ávinning af því að landsmenn séu heilsugóðir og lifi sjálfstæðu lífi. Framsögumenn voru Ragnar Þórir Guðgeirsson formaður starfshóps á vegum Velferðaráðuneytis, Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir, Janus Guðlaugsson íþrótta- og heilsufræðingur, Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur, Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi , Páll Ólafsson íþróttakennari, Kolbeinn Pálsson fyrrum íþróttamaður, Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur, Erla Gerður Sveinsdóttir læknir, og Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur.

Hvað ætla stjórnvöld að gera til að hrinda í framkvæmd markvissri heilsueflingu eldri borgara? Rannsóknir hafa margsinnis staðfest að hreyfing og hollt mataræði leika lykilhlutverk í að bæta heilsu eldri borgara. Um þetta fjölluðu þeir Óttar Proppé heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertssson borgarstjóri, Birgir Jakobsson landlæknir og Kristján Þór Magnússon sveitastjóri. Þeir höfðu þegar fengið hnitmiðaðar spurningar um heilsueflingu sem þeir svöruð, síðan voru pallborðsumræður. 

Ráðstefnustjóri var Anna Birna Jensdóttir formaður Öldrunarráðs Íslands.IMG 5543 XL20170316 140318 LIMG 5580 XLIMG 5573 XLIMG 5621 XLIMG 5637 XLIMG 5642 XLIMG 5648 XLIMG 5657 XLIMG 5698 XLIMG 5747 XLIMG 5727 XLIMG 5615 XL

IMG 5631 XL

IMG 5678 XL

IMG 5763 LIMG 5772 XLIMG 5788 XL

IMG 5757 XL

IMG 5790 XL

20170316 172754 L

Hér má sjá undirbúninganefndina ásamt öllum framsögumönnum. Undirbúningsnefndina skipuðu frá Öldrunarráði Íslands Janus Guðlaugsson, Sigrún Ingvarsdóttir og Anna Birna Jensdóttir. Frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands Kolbeinn Pálsson og Páll Ólafsson, frá Félagi eldri borgara Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir og Ellert B. Scram.